Yfirlýsing

Á 12 viðburðarríkum árum höfum við byggt upp rekstur sem blómstraði umfram okkar björtustu vonir. Við höfum unnið að fjölda áhugaverðra verkefna, eignast þéttriðið net samstarfs- og viðskiptavina og byggt upp trausta viðskiptavild. Þessi tími hefur verið viðburðaríkur og skemmtilegur og endurspeglast sú reynsla, þekking og þroski best í verkum okkar og ánægju viðskiptavinanna.

Með þennan góða grunn í farteskinu höfum við ákveðið að tímabært sé að hætta formlegu samstarfi og vinna hvor í sínu lagi. Um er að ræða þroskaskref sem við erum sammála um að taka, svo við getum betur sinnt eigin hugðarefnum og dafnað í nýjum jarðvegi. Verkefnastaða félagsins er sterk og reksturinn gengið vel svo það er með tilhlökkun og bjartsýni sem við ljúkum þessum kafla og hefjum nýjan - í bróðerni, mettir, sáttir og glaðir.

Við þökkum samstarfsfólki og viðskiptavinum kærlega fyrir samvinnuna og fyrir að hafa lagt lóð ykkar á vogarskálarnar við uppbyggingu Tvíhorfs og fögnum frekara samstarfi á nýjum tímum.

Gunnar Sigurðsson og Helgi Steinar Helgason

Helgi Steinar Helgason

Arkitekt FAÍ

helgi@skala.is

+354 869 7766

www.skala.is

Gunnar Sigurðsson

Arkitekt FAÍ

gunnar@andakt.is

+354 692 1251

www.andakt.is

Álalind 18-20 fjölbýli

Hafnarbraut 14 fjölbýli

Lynggata 2-4 fjölbýli

Orka til framtíðar sýning

Red terror - 2. sæti í alþjóðlegri samkeppni

Dýjagata 15 einbýlishús

Sölkugata einbýlishús

Dýjagata 12 einbýlishús

Álalind 14

Melahvarf 3

CPhi worldwide Sýning Alvogen

Ennisbraut

Rekagrandi

Baðherbergi

Smáíbúðir

Bergþórugata 23